Jón Gnarr hrósar lögreglunni

Jón Gnarr, borgarstjóri,
Jón Gnarr, borgarstjóri, mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

Jón Gnarr, borgarstjóri, fylgdist með störfum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Segir hann í dagbók borgarstjóra að það hafi verið merkileg lífsreynsla og að lögreglan eigi skilið hrós og virðingu fyrir störf sín.

„Fékk að hanga með í lögreglubíl í nótt. Það var merkileg lífsreynsla. Löggan á hrós og virðingu skilda fyrir sitt merkilega og oft erfiða starf. Ég varð vitni að ótrúlegri þolinmæði við fulla rugludalla, fagmennsku og kurteisi við úrlausn vandamála og almenna hlýju og náungakærleika sérstaklega gagnvart því fólki sem minnst sín má í samfélaginu og er utangarðs. Annars virtist fólk bara almennt glatt og sátt. Sýnum lögreglunni virðingu og stuðning! Takk fyrir mig," segir í dagbók borgarstjóra á Facebook.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert