Sigur á Lúxemborg

Hjörvar Steinn Grétarsson
Hjörvar Steinn Grétarsson Ómar Óskarsson

Góður 3-1 sig­ur vannst á Lúx­em­borg í 3. um­ferð EM landsliða í skák sem fram fór í Porto Carras í dag.  Hjörv­ar Steinn Grét­ars­son, Bragi Þorfinns­son og Helgi Ólafs­son unnu en Björn Þorfinns­son tapaði.  Henrik Daniel­sen hvíldi. 

Hjörv­ar, sem er aðeins 18 ára, tefldi á fyrsta borði og er sá yngsti í sög­unni sem leitt hef­ur ís­lenskt skák­landslið.  Þetta er svo í fyrsta skipti síðan í Tór­ínó 2006 að Helgi tefl­ir með ís­lenska landsliðinu í skák en Helgi er jafn­framt liðsstjóri liðsins.

Íslenska sveit­in hef­ur 2 stig og 5,5 vinn­ing og er í 28. sæti.  Á morg­un tefl­um mæt­um við Svart­fell­ing­um sem eru áþekk­ir ís­lensku sveit­inni að styrk­leika. 

Aser­ar eru efst­ir, Spán­verj­ar, sem rétt mörðu Íslend­inga í fyrstu um­ferð eru aðrir og Úkraínu­menn eru þriðju.  Dan­ir eru efst­ir Norður­land­anna í 20. sæti eft­ir stór­sig­ur, 3,5-0,5, á  Norðmönn­um.   Rúss­ar eru efst­ir í kvenna­flokki.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert