Ágreiningur í gleðskap

mbl.is/Hjörtur

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð á vettvang í gleðskap í Kópavogi um klukkan sex í morgun. Ágreiningur hafði risið á milli veislugesta og í kjölfarið upphófust handalögmál.

Lögreglu tókst að stilla til friðar og var enginn handtekinn.

Tveir karlmenn voru teknir fyrrihluta nætur, grunaðir um ölvunarakstur. Annar þeirra var tekinn á Sæbraut og hinn á Laugavegi. Hvorugur þeirra olli tjóni eða skemmdum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert