Gæslan sækir slasaðan mann

Þyrla Landhelgisgæslunnar
Þyrla Landhelgisgæslunnar Kristinn Ingvarsson

Landhelgisgæslunni barst kl. 14.15 aðstoðarbeiðni frá flutningaskipinu Brúarfossi vegna skipverja sem slasaðist um borð en skipið er nú statt vestan við Vestmannaeyjar.

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF sem er á leið til Reykjavíkur eftir að hafa tekið þátt í björgunaraðgerðum Ölmu í gær, sækir manninn og verður hann fluttur á sjúkrahús í Reykjavík. Reiknað er með að TF-LÍF komi til Reykjavíkur um kl. 16.00.

Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni er maðurinn ekki talinn vera lífshættulega slasaður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert