Landhelgisgæslunni barst kl. 14.15 aðstoðarbeiðni frá flutningaskipinu Brúarfossi vegna skipverja sem slasaðist um borð en skipið er nú statt vestan við Vestmannaeyjar.
Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF sem er á leið til Reykjavíkur eftir að hafa tekið þátt í björgunaraðgerðum Ölmu í gær, sækir manninn og verður hann fluttur á sjúkrahús í Reykjavík. Reiknað er með að TF-LÍF komi til Reykjavíkur um kl. 16.00.
Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni er maðurinn ekki talinn vera lífshættulega slasaður.