Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og frambjóðandi til formanns flokksins, hóf í gær fundarherferð sína í kringum landið þegar hún fundaði með flokksmönnum á Ísafirði.
Þetta kemur fram á vef Viðskiptablaðsins. Þar segir að fundurinn hafi verið vel sóttur og að þaf hafi Hanna Birna kynnt áherslumál sín ásamt því að fara yfir hin ýmsu málefni sem brunnu á fundarmönnum.
Fundurinn var skipulagður af Halldóri Halldórssyni, formanni Sambands íslenskra sveitafélaga og fyrrv. bæjarstjóra á Ísafirði, en samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins styður hann Hönnu Birnu í komandi formannskosningum.