„Hver er tilgangurinn með því að fara fram? Bara af því að hún heldur að hún geti gert þetta betur, þegar sagan sýnir annað?“ sagði Tryggvi Þór Herbertsson um framboð Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í formannsembætti Sjálfstæðisflokksins.
Þetta sagði Tryggi í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.
Hann sagðist hafa talið, að þegar orðrómur fór af stað í sumar um framboð Hönnu Birnu, að það myndi snúast um pólitík og breyttar áherslur; jafnvel um Evrópusambandsaðild eða að færa flokkinn lengra til hægri.
„Það er bara ekki neitt,“ sagði hann um málflutning Hönnu Birnu og sagði hana taka áherslur Bjarna Benediktssonar og gera þær að sínum.