Sér engan tilgang með framboði

Tryggvi Þór Herbertsson
Tryggvi Þór Herbertsson Valdís Þórðardóttir

„Hver er til­gang­ur­inn með því að fara fram? Bara af því að hún held­ur að hún geti gert þetta bet­ur, þegar sag­an sýn­ir annað?“ sagði Tryggvi Þór Her­berts­son um fram­boð Hönnu Birnu Kristjáns­dótt­ur í for­mann­sembætti Sjálf­stæðis­flokks­ins.

Þetta sagði Tryggi í út­varpsþætt­in­um Sprengisandi á Bylgj­unni í morg­un.

Hann sagðist hafa talið, að þegar orðróm­ur fór af stað í sum­ar um fram­boð Hönnu Birnu, að það myndi snú­ast um póli­tík  og breytt­ar áhersl­ur; jafn­vel um Evr­ópu­sam­bandsaðild eða að  færa flokk­inn lengra til hægri.

„Það er bara ekki neitt,“ sagði hann um mál­flutn­ing Hönnu Birnu og sagði hana taka áhersl­ur Bjarna Bene­dikts­son­ar og gera þær að sín­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert