Stýrið fór af Ölmu

Alma dregin til hafnar.
Alma dregin til hafnar.

Nú er vitað fyr­ir víst að stýrið fór af flutn­inga­skip­inu Ölmu sem ligg­ur nú við bryggju á Fá­skrúðsfirði. „Köf­un­in í dag leiddi það í ljós að stýrið er ekki þarna. Þá vita menn það og er það nú full­trúa út­gerðar- og trygg­inga­fé­lags að ákveða næstu skref eft­ir helg­ina," seg­ir Garðar Jó­hanns­son, fram­kvæmda­stjóri Nes­skipa sem eru umboðsaðili fyr­ir Ölmu hér á landi.

Alma missti stýrið við inn­sigl­ing­una í Horna­fjarðar­höfn í fyrrinótt og tog­skipið Hof­fellið dró skipið til Fá­skrúðsfjarðar. Skýrsl­ur voru tekn­ar af áhafn­ar­meðlim­um Ölmu og Hof­fells í dag fyr­ir rann­sókn­ar­nefnd sjó­slysa. Er það hefðbundið ferli þegar svona kem­ur upp á að sögn Garðars.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert