Víða spáð éljum

Éljagangi er spáð víða um land.
Éljagangi er spáð víða um land. mbl.is/RAX

Spáð er éljum á fjallvegum suðvestan- og vestanlands í kvöld og nótt, en slydduéljum á láglendi.  Undir morgun lægir og frystir víða á þessum slóðum og þá er hætt við ísingu á vegum, einkum á Suðurlandsundirlendinu, á höfuðborgarsvæðinu og
Suðurnesjum.

Einnig er hætt við ísingu í Borgarfirði, Dölum, við Breiðafjörð og á sunnanverðum Vestfjörðum, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.

Hálkublettir eru á Hellisheiði, í Þrengslum, á Þingvallavegi og víða í uppsveitum.

Á Vesturlandi er hálka á Bröttubrekku og Holtavörðuheiði. Hálkublettir eru á Mýrum, Vatnaleið og Svínadal.

Á Vestfjörðum er hálka á Steingrímsfjarðarheiði, Hálfdáni og Gemlufallsheiði. Hálkublettir eru á öðrum fjallvegum.

Á Norðvesturlandi er hálka á Vatnsskarði og víða hálkublettir. Á Norðausturlandi er hálka og skafrenningur á Öxnadalsheiði og víða hálkublettir. Hálka er á Víkurskarði og þæfingur á Hólasandi.

Á Austurlandi er krapasnjór á Möðrudalsöræfum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert