Víða spáð éljum

Éljagangi er spáð víða um land.
Éljagangi er spáð víða um land. mbl.is/RAX

Spáð er élj­um á fjall­veg­um suðvest­an- og vest­an­lands í kvöld og nótt, en slydduélj­um á lág­lendi.  Und­ir morg­un læg­ir og fryst­ir víða á þess­um slóðum og þá er hætt við ís­ingu á veg­um, einkum á Suður­landsund­ir­lend­inu, á höfuðborg­ar­svæðinu og
Suður­nesj­um.

Einnig er hætt við ís­ingu í Borg­ar­f­irði, Döl­um, við Breiðafjörð og á sunn­an­verðum Vest­fjörðum, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Vega­gerðinni.

Hálku­blett­ir eru á Hell­is­heiði, í Þrengsl­um, á Þing­valla­vegi og víða í upp­sveit­um.

Á Vest­ur­landi er hálka á Bröttu­brekku og Holta­vörðuheiði. Hálku­blett­ir eru á Mýr­um, Vatna­leið og Svína­dal.

Á Vest­fjörðum er hálka á Stein­gríms­fjarðar­heiði, Hálf­dáni og Gem­lu­falls­heiði. Hálku­blett­ir eru á öðrum fjall­veg­um.

Á Norðvest­ur­landi er hálka á Vatns­skarði og víða hálku­blett­ir. Á Norðaust­ur­landi er hálka og skafrenn­ing­ur á Öxna­dals­heiði og víða hálku­blett­ir. Hálka er á Vík­ur­skarði og þæf­ing­ur á Hólas­andi.

Á Aust­ur­landi er krapasnjór á Möðru­dals­ör­æf­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert