Djúp kreppa í kvikmyndagerð

Útlit er fyrir að einungis 2 íslenskar kvikmyndir verði frumsýndar á næsta ári en til samanburðar eru þær 10 eða 11 á þessu ári. Þetta segir Hrafnhildur Gunnarsdóttir, formaður Félags kvikmyndagerðarmanna, orsökin er að þau verkefni sem hafi klárast á þessu ári hafi hafist fyrir hrun.

Erfiðara sé að fá erlent fjármagn að borðinu þar sem íslenskt mótframlag sé svo lítið í evrum talið. Hinsvegar segir hún margsannað að hver króna sem ríkið leggi í kvikmyndagerð skili sér margfalt tilbaka.

Hún segir að íslensk kvikmyndagerð hafi verið skorin meira niður en önnur menningarstarfsemi á undanförnum árum. Bein afleiðing af honum er sú að í ár séu einungis teknar upp tvær íslenskar kvikmyndir á Íslandi. Önnur ódýr og hin mjög ódýr það sem meira er að báðar eru fjármagnaðar eingöngu með íslensku fjármagni. 

Ekkert fjármagn kemur í þessar myndir erlendis frá. Árið í ár er því fyrsta árið frá því að Íslendingar hófu þátttöku í erlendu kvikmyndasamstarfi sem  Íslendingar borga meira í erlenda sjóði heldur en þeir fá úr þeim.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert