Heimilislífið hefðbundið

Ólafur Skúlason biskup
Ólafur Skúlason biskup mbl.is/Golli

Skúli S. Ólafs­son, prest­ur og son­ur Ólafs Skúla­son­ar, fyrr­ver­andi bisk­ups, seg­ir að heim­ili hans og fjöl­skyld­unn­ar hafi verið ákaf­lega hefðbundið ólíkt því sem syst­ir hans, Guðrún Ebba Ólafs­dótt­ir, lýs­ir í ný út­kom­inni bók sinni.

Skúli kom fram í Kast­ljósi í kvöld en fyr­ir mánuði kom Guðrún Ebba fram í viðtali í Sjón­varp­inu þar sem hún talaði um bernsku sína og ít­rekað kyn­ferðis­legt of­beldi af hálfu föður síns.

Hann seg­ist aldrei hafa heyrt talað um einka­sal­erni Ólafs sem Guðrún tal­ar um í bók­inni. Hins veg­ar hafi verið gesta­sal­erni í hús­inu þar sem Ólaf­ur geymdi rak­dót og tann­bursta.

Ekki raun­veru­leg­ar minn­ing­ar held­ur falsk­ar

Skúli seg­ist telja að minn­ing­ar Guðrún­ar Ebbu séu ekki raun­veru­leg­ar minn­ing­ar held­ur falsk­ar minn­ing­ar og bygg­ir á því að ein­stak­ling­ur sem hef­ur orðið fyr­ir al­var­legu áfalli fer í ein­stak­lingsviðtöl þar sem minn­ing­ar verða til.

Skúli seg­ist telja að syst­ir hans telji að hún fari rétt með. Hins veg­ar geti þetta verið falsk­ar minn­ing­ar. Hann seg­ir að hann geti ekki haldið neinu fram með fullri vissu þar sem hann viti ekki allt sem hafi gerst.

Hann seg­ir að Guðrún Ebba hafi sagt fjöl­skyld­unni frá því hvað hafi átt að hafa gerst árið 2006 og það hafi verið mikið áfall fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Þau hafi kafað ofan í minn­ing­ar sín­ar í kjöl­farið. Skúli seg­ir að ekk­ert annað hafi komið til greina að reyna að standa sam­an og þau hafi reynt að ræða mál­in við Guðrúnu Ebbu.

Skúli seg­ir að fjöl­skyld­an sé sundruð og að móðir þeirra hafi reynt að hafa sam­band við Guðrúnu Ebbu dótt­ur sína og dæt­ur henn­ar. Hann seg­ist hugsa til Guðrún­ar Ebbu með mik­illi vænt­umþykju. Hún sé mesti þoland­inn í mál­inu. Hún hafi verið leidd út a braut sem ein­kenn­ist af fölsk­um minn­ing­um og tjón henn­ar sé mest.

Að sögn Skúla veigra þeir sál­fræðing­ar sem hann hafi verið í sam­bandi við varðandi málið að stíga fram og lýsa skoðunum sín­um og mæta þeirri orra­hríð sem muni mæta þeim. Hann seg­ir að hver og einn verði að móta sína skoðun á mál­inu.

Í viðtali við Sjón­varpið sagði Guðrún Ebba að faðir henn­ar hefði síðast beitt hana kyn­ferðis­legu of­beldi í Kan­ada. Skúli seg­ir að móðir þeirra segi hins veg­ar að Ólaf­ur hafi hrotið við hlið henn­ar alla nótt­ina en þau hafi fengið sér í glas um kvöldið. Síðan hafi Guðrún Ebba farið með for­eldr­um sín­um í boð dag­inn eft­ir án þess að minn­ast einu orði á að meint of­beldi hafi átt sér stað.

Hef­ur samúð með þeim kon­um sem hafa stigið fram

Hann seg­ir að það sé ekki í hans verka­hring að tjá sig um aðrar ásak­an­ir á hend­ur föður þeirra um að Ólaf­ur hafi beitt þær kyn­ferðis­legu of­beldi. Skúli seg­ir að hann hafi ekki verið á staðnum þegar þær kon­ur hafi komið fram. Hann seg­ist hafa mikla samúð með þess­um kon­um. Skúli seg­ir þess­ar ásak­an­ir vera eðlisólík­ar þeim ásök­un­um sem Guðrún Ebba haldi fram. Í þess­um mál­um sé ekki um barn­aníð að ræða líkt og Guðrún Ebba sak­ar föður sinn um. 

Móðir Guðrún­ar Ebbu Ólafs­dótt­ur og systkini henn­ar segja lýs­ing­ar henn­ar af heim­ili Ólafs Skúla­son­ar, bisk­ups og fjöl­skyldu rang­ar. Þetta kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu sem Ebba Sig­urðardótt­ir, Sig­ríður Ólafs­dótt­ir og Skúli S. Ólafs­son hafa sent á fjöl­miðla en ný­verið kom út bók Guðrún­ar Ebbu þar sem hún sak­ar föður sinn um að hafa beitt sig kyn­ferðis­legu of­beldi árum sam­an.

„Við und­ir­rituð, systkin og móðir Guðrún­ar Ebbu, ger­um al­var­leg­ar at­huga­semd­ir við frá­sögn henn­ar í ný­út­kom­inni bók og viðtöl­um við fjöl­miðla. Í upp­hafi bók­ar­inn­ar seg­ist hún ekki til­heyra leng­ur fjöl­skyld­unni. Það var al­farið henn­ar ákvörðun og ekki í sam­ræmi við vilja okk­ar.

Lýs­ing henn­ar á heim­il­is­lífi okk­ar er röng. Heim­ilið okk­ar ein­kennd­ist ekki af kúg­un af hálfu föður okk­ar og eig­in­manns Ólafs Skúla­son­ar.

Mál þetta hef­ur verið okk­ur og fjöl­skyldu okk­ar afar þung­bært. Fram til þessa höf­um við haldið okk­ur til hlés í þess­ari umræðu í þeirri von að henni myndi linna fyrr en síðar. Nú er svo komið að við get­um ekki leng­ur orða bund­ist. Við vör­um við ein­hliða mál­flutn­ingi og þögg­un í þessu viðkvæma máli.

Við hvetj­um til þess að fram fari heiðarleg og fag­leg umræða um bæld­ar minn­ing­ar af þeim toga sem Guðrún Ebba seg­ir liggja til grund­vall­ar ásök­un­um sín­um. Við telj­um það siðferðilega skyldu okk­ar að standa vörð um þá sem ekki geta varið sig sjálf­ir og leiðrétta rang­færsl­ur er okk­ur varða. Fyrst og fremst þá inni­held­ur frá­sögn Guðrún­ar Ebbu lýs­ing­ar á heim­il­is­lífi og at­b­urðum sem ekk­ert okk­ar þriggja kann­ast við.

Ebba Sig­urðardótt­ir, Sig­ríður Ólafs­dótt­ir og Skúli S. Ólafs­son"

Séra Skúli S. Ólafsson.
Séra Skúli S. Ólafs­son. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert