Kærunni vísað frá

Maður kærði VR, Hagkaup og 16 fyrirtæki til kærunefndar jafnréttismála.
Maður kærði VR, Hagkaup og 16 fyrirtæki til kærunefndar jafnréttismála. Ómar Óskarsson

Kærunefnd jafnréttismála hefur vísað frá kæru starfsmanns Hagkaupa sem kærði VR, Hagkaup auk 16 verslana og fyrirtækja fyrir að hvetja til þess að bjóða konum 10% tímabundinn afslátt. Var kærunni vísað frá á þeim forsendum að hann hefði engra lögvarinna hagsmuna að gæta í málinu.

Forsaga málsins er sú að Hallur Reynisson, tvítugur starfsmaður í verslun Hagkaupa á Akureyri, kærði VR, Stefán Einar Stefánsson, formann VR, yfirmann sinn, Gunnar Inga Sigurðsson, framkvæmdastjóra Hagkaupa, og verslunina auk 16 verslana og fyrirtækja til kærunefndar jafnréttismála fyrir að hvetja til þess sem hann kallar að mismuna landsmönnum eftir kyni með því að bjóða konum 10% tímabundinn afslátt.

Sagði hann að honum hefði verið komið í afar óþægilega stöðu þegar fyrirtækið sem hann vinnur hjá ákvað að annað kynið greiddi minna fyrir vörur en hitt. Vegna þessarar beinu mismununar sem hann teldi ólöglega hafi hann kært það til kærunefndar jafnréttismála.

Í úrskurði kærunefndarinnar kemur fram að einstaklingar, fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök í eigin nafni eða fyrir hönd félagsmanna geta leitað til nefndarinnar telji þau brotið á sér. Samkvæmt því er skilyrði kæru að kærandi hafi einstaklingsbundinna og lögvarinna hagsmuna að gæta af úrlausn ágreiningsefnisins.

Því hafi ekki verið borið við í kæru Halls heldur aðeins byggt á því að hann geti ekki fellt sig við framgöngu kærðu. Því var kærunni vísað frá.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert