Reiknað er með 20-25 m/s í lofti um mest allt land til morguns. Gera má ráð fyrir vindhviðum undir Hafnarfjalli allt að 40-45 m/s. og víða á norðanverðu Snæfellsnesi þar til í fyrramálið að það tekur að lægja.
Þetta kemur fram á vefsíðu Vegagerðarinnar.
Að sögn Ólafar Snæhólms Baldursdóttur, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, eru björgunarsveitir ekki í viðbragðsstöðu og engin útköll hafa borist til þeirra síðan í dag, þegar húsþak fauk í Garði.