Segja lýsingar Guðrúnar Ebbu rangar

Móðir Guðrún­ar Ebbu Ólafs­dótt­ur og systkini henn­ar segja lýs­ing­ar henn­ar af heim­ili Ólafs Skúla­son­ar bisk­ups og fjöl­skyldu rang­ar. Þetta kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu sem Ebba Sig­urðardótt­ir, Sig­ríður Ólafs­dótt­ir og Skúli S. Ólafs­son hafa sent til fjöl­miðla en ný­verið kom út bók Guðrún­ar Ebbu þar sem hún sak­ar föður sinn um að hafa beitt sig kyn­ferðis­legu of­beldi árum sam­an.

„Við und­ir­rituð, systkin og móðir Guðrún­ar Ebbu, ger­um al­var­leg­ar at­huga­semd­ir við frá­sögn henn­ar í ný­út­kom­inni bók og viðtöl­um við fjöl­miðla. Í upp­hafi bók­ar­inn­ar seg­ist hún ekki til­heyra leng­ur fjöl­skyld­unni. Það var al­farið henn­ar ákvörðun og ekki í sam­ræmi við vilja okk­ar.

Lýs­ing henn­ar á heim­il­is­lífi okk­ar er röng. Heim­ilið okk­ar ein­kennd­ist ekki af kúg­un af hálfu föður okk­ar og eig­in­manns Ólafs Skúla­son­ar.

Mál þetta hef­ur verið okk­ur og fjöl­skyldu okk­ar afar þung­bært. Fram til þessa höf­um við haldið okk­ur til hlés í þess­ari umræðu í þeirri von að henni myndi linna fyrr en síðar. Nú er svo komið að við get­um ekki leng­ur orða bund­ist. Við vör­um við ein­hliða mál­flutn­ingi og þögg­un í þessu viðkvæma máli.

Við hvetj­um til þess að fram fari heiðarleg og fag­leg umræða um bæld­ar minn­ing­ar af þeim toga sem Guðrún Ebba seg­ir liggja til grund­vall­ar ásök­un­um sín­um. Við telj­um það siðferðilega skyldu okk­ar að standa vörð um þá sem ekki geta varið sig sjálf­ir og leiðrétta rang­færsl­ur er okk­ur varða. Fyrst og fremst þá inni­held­ur frá­sögn Guðrún­ar Ebbu lýs­ing­ar á heim­il­is­lífi og at­b­urðum sem ekk­ert okk­ar þriggja kann­ast við.

Ebba Sig­urðardótt­ir, Sig­ríður Ólafs­dótt­ir og Skúli S. Ólafs­son"

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert