„Það eru fjölmörg ákaflega sterk rök fyrir því að innanríkisráðherra gangi fram fyrir heimilin í landinu og stöðvi ólöglega innheimtu bankanna og væri kannski réttast að ráðherra myndi sjá um það sem allra fyrst,“ segja Hagsmunasamtök heimilanna, en þau hafa sótt um heimild til að leita lögbanns í þágu heildarhagsmuna neytenda og benda á að bæði FÍB og Neytendasamtökin hafi slíka heimild.
„Það er í raun spurning sem ráðherra þarf að spyrja sjálfan sig og sína eigin réttlætiskennd, hversu lengi á að leyfa fjármálastofnunum að brjóta lögin í landinu og vinna þannig markvisst að því að samfélagssáttmálinn liðist í sundur?“