Skoða ferðavenjur vegna nýs spítala

Ferðavenjur viðskiptavina og gesta Landspítalans verða kannaðar næstu daga og er það liður í undirbúningi vegna byggingar nýs spítala. Sambærileg könnun hefur þegar verið send starfsfólki Landspítala.

Ferðavenjukönnunin er unnin í samstarfi við Stúdentaráð Háskóla Íslands og Maskínuna ehf., sem hefur umsjón með verkefninu.

Könnunin verður gerð á morgun, þriðjudag,  miðvikudag og fimmtudag í þessari viku og mánudaginn í næstu viku. Tveir spyrlar verða við aðalinnganga spítalans í Fossvogi og við hringbraut og eru gestir og viðskiptavinir beðnir um að gefa sér tíma og veita umbeðnar upplýsingar. Sambærileg könnun hefur þegar verið send rafrænt til starfsfólks spítalans og það þarf því ekki að svara spurningum spyrlanna en er hins vegar hvatt til að svara rafrænu könnuninni hið fyrsta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert