Tjöldin komin aftur

Tjaldborgin á Austurvelli er risin á ný eftir að hafa verið tekin niður í tvígang af lögreglu. Sem fyrr er það Occupy-hreyfingin sem hefur aðsetur í tjöldunum en erlendir mótmælendur eru einnig staddir á landinu og taka þátt í aðgerðunum á Íslandi.

Þrátt fyrir óblíð veðurskilyrði segjast mótmælendur ekkert vera á förum af Austurvelli en aðgerðirnar beinast að sögn gegn fjármálakerfinu og ríkjandi samfélagsskipan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert