Vaðlaheiðargöng ekki framarlega

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra.
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra. mbl.is/Eggert

Ögmundur Jónasson ítrekar þá afstöðu innanríkisráðuneytisins á opnum fundi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis að gerð Vaðlaheiðarganga byggist algerlega á efnahagslegum forsendum, að vegtollar standi undir kostnaði og greiðslu afborgana.

Sagði ráðherra í svari við spurningum nefndarmanna að framkvæmdin gæti verið arðbær í víðu samfélaslegu tilliti. Um slíkar framkvæmdir sé hins vegar fjallað í samgönguáætlun. Þar sé takmörkuðu fjármagni úthlutað og framkvæmdum raðað í forgangsröð.

Spurður um forgangsröðun Vaðlaheiðarganga, í því samhengi, sagði Ögmundur ekki líklegt að þau yrðu framarlega. Taldi að samgöngur við Vestmannaeyjar og Vestfirði og Norðfjarðargöng yrðu þar framar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert