Á að vera stanslaust í umræðunni

Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra
Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra mbl.is/Eggert Jóhannesson

Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningamálaráðherra, sagði á Alþingi í dag jákvætt að eineltismál væu tekin þar upp. Um væri að ræða mál sem ættu að vera stanslaust í umræðunni.  

Ráðherrann svaraði fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokks, um eineltismál og aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Hún benti á að í skýrslu starfshóps frá júní á síðasta ári hefði verið bent á ýmsar aðgerðir til að berjast gegn einelti. Katrín benti á að í kjölfarið hefði verið stofnuð verkefnastjórn og verkefnastjóri sem bæði stæði að frumkvæðisaðgerðum en væri einnig til ráðgjafar. Katrín vísaði til dæmis um að verkefnastjórinn hefði farið út í skóla ásamt starfsfólki ráðuneytisins til ráðgjafarstarfa.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka