Ákall um hjálp fyrir jólin

Matarpokar klárir til úthlutunar hjá Fjölskylduhjálp Íslands.
Matarpokar klárir til úthlutunar hjá Fjölskylduhjálp Íslands.

Fjölskylduhjálp Íslands hefur sent frá sér neyðarkall þar sem hún biðlar til fyrirtækja og einstaklinga um að leggja sér lið svo hægt sé að aðstoð fjölskyldur sem eiga í neyð fyrir jólin. Nú sé verið að undirbúa gríðarlega margar beiðnir frá fjölskyldum um aðstoð fyrir jólin sem sé vonandi hægt að afgreiða. Það sé sorglegt að þurfa að vísa fólki frá með jólaaðstoð og hreinlega megi ekki gerast.

Ásgerður Jóna Flosadóttir hjá Fjölskylduhjálpinni segist búa við að um 7.000 fjölskyldur þurfi sérstaka aðstoð fyrir jólin en  jólin séu sá tími sem sé hvað erfiðastur þeim þúsundum heimila í landinu sem búa við kröpp kjör og ótrúlega erfiðar aðstæður. Stöðugt fjölgi í hópi þeirra sem þurfi á aðstoð að halda og sjái ekki fyrir endann á því. Reglulega leiti foreldrar 2.500 barna til þeirra þegar enginn matur er til á heimilinu.

Sorgleg dæmi um neyð
Ásgerður segir ástandið mjög alvarlegt og margir leiti til þeirra í örvæntingu þegar ekkert matarkyns sé til á heimilinu. Það sé einnig alvarlegt þegar einstaklingar leiti til þeirra til að fá aðstoð við að leysa út lyf. Til marks um neyðina tekur hún eftirfarandi dæmi:

„Fyrrum atvinnubílstjóri , nú öryrki með fjölskydu,leitaði til okkar þar sem hann hafði ekki getað leyst út hjartalyfin sín í tvær vikur og var orðinn verulega hræddur um heilsu sína.  Annað dæmi þar kona hafði ekki átt geðlyf í langan tíma og því verulega farin að láta á sjá.
Móðir hringdi grátandi og sagðist ekki eiga í nesti fyrir barnið sitt.“

Hræðilegast sé að fá símtöl frá fólki sem segist ekki eiga um neitt um að velja nema að ganga í sjóinn en fólk sé niðurbrotið og ástandið orðið ólýsanlegt.

Fjölskylduhjálpin byrjar að skrá fjölskyldur sem þurfa á  jólaaðstoð að halda þriðjudaginn 22. nóvember og miðvikudaginn 23. nóvember á milli kl. 10.00 til 16.00 báða dagana.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert