Harður jarðskjálfti í Kötlu

Horft til vesturs yfir Mýrdalsjökul
Horft til vesturs yfir Mýrdalsjökul mbl.is/Rax

Jarðskjálfti af stærðinni 3,5 stig varð rétt fyrir klukkan 10 í morgun syðst í Kötluöskjunni í Mýrdalsjökli. Skjálftar af þessari stærð eru nokkuð algengir en vegna þess hve sunnarlega hann varð,  fannst hann greinilega í Vík og nágrenni.

Annar skjálfti upp á 2,5 stig arð klukkan 10:18 í öskjunni. Enginn gosórói er sjáanlegur, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Í gær mældust tveir skjálftar upp á 2,5 og 2,3 stig í Mýrdalsjökli.

Af vef Veðurstofunnar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert