Harpa vill 730 milljóna lán

Meira er um tónleika en minna um ráðstefnur í Hörpu, …
Meira er um tónleika en minna um ráðstefnur í Hörpu, miðað við áætlanir. mbl.is/Kristinn

Allt stefn­ir í að ríki og borg láni 730 millj­ón­ir til Aust­ur­hafn­ar-TR sem er skráður eig­andi tón­list­ar- og ráðstefnu­húss­ins Hörpu. Borg­ar­ráð samþykkti lánið fyr­ir helgi og ríkið hef­ur gefið vil­yrði sitt fyr­ir lán­inu.

Með því að fá lánið get­ur Aust­ur­höfn-TR frestað því að efna til skulda­bréfa­út­boðs þangað til betri kjör bjóðast á fjár­mála­markaði.

Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag kem­ur fram, að lánið var samþykkt með fjór­um at­kvæðum gegn einu í borg­ar­ráði og bíður loka­samþykkt­ar borg­ar­stjórn­ar. Um leið var bókað að borg­ar­ráð legði áherslu á að stjórn­ar­fyr­ir­komu­lag þeirra fé­laga sem koma að rekstri Hörpu verði þegar ein­faldað og ábyrgð á rekstr­in­um gerð skýr og gegn­sæ.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka