Hefjast handa eftir áramót

Kristján L. Möller segir heimild fást til að ráðast í …
Kristján L. Möller segir heimild fást til að ráðast í gerð Vaðlaheiðarganga með afgreiðslu fjáraukalaga,s em verði væntanlega í næstu viku. mbl.is

Kristján L. Möller, alþing­ismaður og stjórn­ar­maður í Vaðlaheiðargöng­um ehf. seg­ir að all­ar lík­ur séu nú á að fram­kvæmd­ir hefj­ist við Vaðlaheiðargöng í byrj­un næsta árs af full­um krafti.

Kristján seg­ir að til­laga verði lögð fram um heild­ar­fjármög­un verk­efn­is­ins á fjár­auka­lög­um fyr­ir árið 2011 sem verði lík­lega samþykkt á Alþingi í næstu viku. Þá sé kom­in heim­ild fyr­ir verk­inu og í fram­haldi af því verði gengið til und­ir­rit­un­ar samn­inga við verk­taka.

„Við erum á beinu braut­inni og mun­um ljúka allri und­ir­bún­ings­vinnu til und­ir­rit­un­ar samn­ings og för­um í verk­efni sem bíða á borð við samn­inga við land­eig­end­ur og að ganga frá samn­ingi við verk­taka um bygg­ingu brú­ar yfir þjóðveg eitt, sem gerð verður til að gera um­ferðina þar um ör­ugg­ari,“ seg­ir hann. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka