Jólahafurinn féll í rokinu í gær

Jólahafurinn féll í rokinu í gærkvöldi.
Jólahafurinn féll í rokinu í gærkvöldi. mbl.is/IKEA

Jólahafurinn í Ikea í lagðist á hliðina í verstu hviðunum í gærkvöldi og féll loks alveg á hliðina klukkan 22:08 í gærkvöldi. Vindhraðinn hafði  verið nær stöðugur í 22 metrum á sekúndu en náði svo 24 metrum á sekúndu og í því fauk hann en hafurinn var bundinn niður og festur með stálhælum í stálvíra.

Jólahafurinn er ekki óvanur því að blási um hann en í fyrra gerði alveg eins og jafnvel verra veður nokkrum sinnum. Hafurinn var þá bæði minni og léttari en sá munur var á, að þá var frost í jörðu þannig að hælarnir voru pikkfastir. Í ár hefur hins vegar verið blautt og hlýtt.

Hjá Ikea voru ekki miklar áhyggjur af hafrinum í gærkvöldi þar sem hann er bæði miklu þyngri og stærri en í fyrra og á nákvæmlega sama stað. Hins vegar var ákveðið að líta til með henni og  þá kom í ljós að hælarnir voru orðnir lausir.

Því var ákveðið að keyra dráttarvél með stóra skóflu upp að Jólahafrinum til að styðja við. „Hefðum við verið fimm mínútum fyrr á ferðinni þá hefðum við náð að styðja við hana,“ segir Þórarinn.

Jólahafurinn skemmdist ekki við fallið og mun verða reist aftur við í dag eða á morgun. Hann  verður bundinn betur niður í þetta sinnið og mun því standa hnarreistur við Ikea fram að jólum komi ekkert annað upp á.

Kaupmenn í Gävle, sem er um 150 km norður af Stokkhólmi, reistu fyrsta jólahafurinn í desemberbyrjun árið 1966 og er þetta sænska tákn jólanna.

Jólahafurinn stendur hnarreistur fyrir utan Ikea.
Jólahafurinn stendur hnarreistur fyrir utan Ikea. mbl.is/IKEA
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert