Ólíkt mat á hættum

Höfuðborgarsvæðinu stafar helst hætta af 3 eldstöðvakerfum á Reykjanesskaga, Trölladyngjukerfi, …
Höfuðborgarsvæðinu stafar helst hætta af 3 eldstöðvakerfum á Reykjanesskaga, Trölladyngjukerfi, Brennisteinsfjallakerfi og Hengilskerfi að því er fram kemur í skýrslunni.

Sveit­ar­fé­lög­in á höfuðborg­ar­svæðinu meta hætt­ur með nokkuð ólík­um hætti, svo sem eld­gos, óveður og fjar­skipti í skýrslu um áhættumat fyr­ir höfuðborg­ar­svæðið sem unn­in hef­ur verið. „Aðgerðal­eysi er eig­in­lega versta niðurstaðan,“ seg­ir Jón Viðar Matth­ías­son, fram­kvæmda­stjóri al­manna­varna­nefnd­ar höfuðborg­ar­svæðis­ins, um áhættumatið en í því mátu sveit­ar­fé­lög­in á höfuðborg­ar­svæðinu sjálf hættu í 22 áhættu­flokk­um.

Hvert sveit­ar­fé­lag setti sam­an verk­efn­is­hóp sem skil­greindi og lagði mat á hætt­ur þess. Alls meta sveit­ar­fé­lög­in 66 hættu­at­vik en á mjög mis­mun­andi hátt og ein­ung­is einn áhættuþátt­ur, hækk­un sjáv­ar­stöðu, var met­inn í öll­um sveit­ar­fé­lög­un­um.

Þegar niður­stöður sveit­ar­fé­lag­anna eru skoðaðar kem­ur í ljós að þau hafa metið með mjög ólík­um hætti nokkr­ar hætt­ur, meðal ann­ars hættu á in­flú­ensu­far­aldri og elds­voðum eða spreng­ing­um á bens­ín­stöðvum, þótt sömu aðilar reki ol­íu­dreif­ing­ar­stöðvar á öllu höfuðborg­ar­svæðinu og mætti því álykta að verklag og upp­setn­ing á bens­ín­stöðvum væri svipað alls staðar.

Þá er at­hygl­is­vert er að skoða hvernig sveit­ar­fé­lög­in líta á fjölda­sýk­ing­ar og far­sótt­ir. Garðabær, Hafn­ar­fjörður, Mos­fells­bær og Reykja­vík setja heims­far­ald­ur in­flú­ensu í efsta hættu­stig en Álfta­nes og Kópa­vog­ur annaðhvort skoðuðu ekki hætt­una eða telja hana ekki eiga við sveit­ar­fé­lagið. Seltjarn­ar­nes setti heims­far­ald­ur in­flú­ensu á lægra hættu­stig.

Kópa­vog­ur, Álfta­nes og Seltjarn­ar­nes telja einnig enga hættu - eða skoðuðu ekki hætt­una - á matareitrun í skól­um á meðan Garðabær, Hafn­ar­fjörður, Mos­fells­bær og Reykja­vík meta af­leiðing­ar slíkr­ar hættu tölu­verðar.

Þá nefna öll sveit­ar­fé­lög á höfuðborg­ar­svæðinu ákveðna hættu af aðflugi á flug­velli, þ.e. Reykja­vík­ur­flug­velli. Eitt sker sig þó úr, Kópa­vog­ur sem tel­ur enga hættu stafa af aðflugi að flug­vell­in­um eða sveit­ar­fé­lagið skoðaði þá hættu ekki sér­stak­lega.

Og á meðan Garðabær, Hafn­ar­fjörður, Mos­fells­bær og Reykja­vík telja tölu­verða áhættu fel­ast í gasgeymslu á bens­ín­stöðvum tel­ur Kópa­vogs­bær enga hættu stafa af slíku. Raun­ar ekki Álfta­nes held­ur en þar ber að líta til þess að á Álfta­nesi er ekki bens­ín­stöð.

Af þess­um dæm­um má sjá að áhættumatið er um margt ófull­komið. Jón Viðar seg­ir enda að það verði end­ur­skoðað strax inn­an árs, og í næsta mati verði þá ef­laust meiri sam­ræm­ingu að finna í mat­inu.

„Við tók­um strax þá af­stöðu að við ætluðum ekki að ákveða hvaða skoðun sveit­ar­fé­lög­in hefðu á hlut­un­um held­ur að þau skoðuðu öll sömu þætti. Ef eitt þeirra tel­ur að klór­slys í sund­laug­um sé í efsta hættu­stigi þá er það bara í góðu lagi. Svo verður þetta skoðað sam­eig­in­lega seinna,“ seg­ir Jón Viðar og dreg­ur alls ekki úr mik­il­vægi áhættumats­ins, seg­ir það fyrsta skrefið á langri leið sem muni nýt­ast mjög vel til framtíðar. Mik­il­vægt sé að sam­ræma áhættumat þegar litið er til svæðis­ins í heild varðandi áhættu sem hefði svipuð áhrif hvar sem er á svæðinu ef hættu­ástand skapaðist af henn­ar völd­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert