Má heita Blín en ekki Diego

Mannanafnanefnd hefur samþykkt beiðni um að barn megi heita Blín en hafnað beiðni um eiginnafnið Diego.

Nefndin hafnaði beiðni um eiginnafnið Víking en heimilar nafnið sem millinafn. Eins var samþykkt millinafnið Hornfjörð. Samþykkt var kenninafnið Írenudóttir og Konstantínusardóttir.

Nefndin samþykkti beiðni um eiginnafnið André þar sem hefð er komin fyrir þessum rithætti.

Beiðni um eiginnafnið Tói (kk.) var samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá og hið sama gildir um eiginnafnið Rúbí.

Beiðni um eiginnafnið Ranka (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá og hið sama gildir um veiðni um eiginnafnið Dallilja (kvk.)

Beiðni um eiginnafnið Móði (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá. Beiðni um eiginnafnið Millý (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.

Jafnframt samþykkti nefndin eiginnafnið Werner þrátt fyrir að hafa fyrr á árinu hafnað því. Var  gert þar sem nafnið uppfyllir skilyrði vinnulagsreglnanna um að nafnið hafi áunnið sér hefð.

Sjá nánar hér

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert