Íslandsklukkan hljómar í dag

Íslandsklukkan við Háskólann á Akureyri
Íslandsklukkan við Háskólann á Akureyri

Brugðið verður út af vananum í dag með hringingu Íslandsklukkunnar við Háskólann á Akureyri en henni er venjulega aðeins hringt í upphafi skólaársins og á fullveldisdeginum 1. desember.

Dagurinn í dag er tileinkaður baráttunni gegn einelti og eru landsmenn hvattir til að hringja bjöllum til að vekja athygli á málstaðnum kl. 13:00 í dag. Þá munu m.a. kirkjuklukkur hljóma og skipaflotinn þeyta lúðra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert