Þorláksbúðarfélagið, sem er að reisa Þorláksbúð við hlið Skálholtskirkju, fékk byggingarleyfi sl. föstudag, en framkvæmdir hófust vorið 2010.
Byggingarnefnd samþykkti framkvæmdina í fyrravor að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Byggingafulltrúi segir að leyfið hafi ekki verið gefið út fyrr vegna þess að umsækjandi hafi óskað eftir frestun á afgreiðslu þess.
Í umfjöllun um mál Þorláksbúðar í Morgunblaðinu í dag segist Hörður H. Bjarnason, sonur Harðar Bjarnasonar sem teiknaði Skálholtskirkju, undrandi á að kirkjuráð skuli hafa samþykkt framkvæmdina. Þessi niðurstaða verði ekki liðin.