135 milljóna fjárheimild vegna Herjólfs

Kostnaður vegna rekstrar Herjólfs hefur aukist meira en ráð var …
Kostnaður vegna rekstrar Herjólfs hefur aukist meira en ráð var fyrir gert í fjárlögum. mbl.is/GSH

Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að veitt verði 135 milljóna kr. fjárheimild á fjáraukafjárlögum ársins vegna aukinnar fjárþarfar við rekstur Herjólfs þar sem forsendur fyrir rekstrinum hafa ekki gengið eftir.

Í nefndaráliti nefndarmeirihlutans með breytingartillögum við frumvarp til fjáraukalaga vegna yfirstandandi árs segir að kostnaðarauki af fjölgun í áhöfn Herjólfs sé um 70 milljónir kr.

„Þá hefur hafnarkostnaður í rekstri einnig aukist miðað við forsendur þar sem í dag eru reknar þrjár hafnir í stað tveggja. Leiga og rekstur Landeyjahafnar lækkar ekkert meðan siglingar fara um Þorlákshöfn og í Þorlákshöfn var þörf á að gera samninga þannig að höfnin gæti áfram tekið á móti Herjólfi. Kostnaðarauki við það er um 15 [milljónir] kr. Þá er olíunotkun töluvert meiri en gert hefur verið ráð fyrir vegna lengri siglingaleiðar og er sá kostnaðarauki áætlaður 50 m.kr. á ársgrundvelli," segir í nefndarálitinu.

Jafnframt er lagt til að útgjöld vegna Landeyjahafnar verði aukin um 70 milljónir til viðbótar þeirri 60 milljóna kr. viðbótarfjárheimild, sem þegar hefur verið gert ráð fyrir, þegar fjáraukalagafrumvarpið var lagt fram.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert