Blindrafélagið mun neyðast til að skoða aðkomu sína að rekstri Blindravinnustofunnar ef fjárframlög ríkisins koma ekki til með að hækka en þau hafa lækkað um 35% á undanförnum árum.
Blindravinnustofan starfar sem fyrirtæki á samkeppnismarkaði og hefur um 50% markaðshlutdeild á neytendamarkaði í sölu á hreinlætisvörum. Velta fyrirtækisins er upp á 150 milljónir á ári en um 14% af því kemur inn sem framlag ríkisins.