EasyJet flýgur til Íslands

Breska lággjalda­flug­fé­lagið ea­syJet ætl­ar að hefja flug til Íslands þann 27. mars á næsta ári.  Flogið verður um Lut­on flug­völl í ná­grenni Lund­úna en alls verður flogið þris­var í viku til Íslands, á sunnu­dög­um, þriðju­dög­um og fimmtu­dög­um, að því er fram kem­ur á vef fé­lags­ins. Stefnt er að því að fljúga allt árið um kring..

Blaðamanna­fund­ur ea­syJet hefst fljót­lega í Hörp­unni þar sem áætlan­ir fé­lags­ins verða kynnt­ar.

Byrjað verður að selja miða í flug til og frá Íslandi á morg­un og eru ódýr­ustu miðarn­ir á 32,99 pund, 6.100 krón­ur aðra leiðina. Far­gjaldið fyr­ir flug­miða fram og til baka verður 58,81 pund, 10.900 krón­ur, með skött­um.

Paul Simmons, fram­kvæmda­stjóri ea­syJet í Bretlandi, seg­ir flugið til Íslands afar spenn­andi val­kost fyr­ir bæði fólk á viðskipta­ferðalög­um sem og ferðamenn.

Sjá nán­ar hér

easyJet kynnti Íslandsflug fyrir blaðamönnum í morgun
ea­syJet kynnti Íslands­flug fyr­ir blaðamönn­um í morg­un mbl.is/​Sig­ur­geir
Frá kynningu easyJet í dag
Frá kynn­ingu ea­syJet í dag mbl.is/​Sig­ur­geir
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert