Einföldun skattkerfisins könnuð

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja að Fjármálaráðherra láti kanna afleiðingar einföldunar skattkerfisins. Hugmyndin er að athuga áhrif þess að tekjuskattshlutfall launa verði hið sama og skatthlutfall á hagnað fyrirtækja og fjármagnstekjuskatts. Niðurstöðurnar yrðu sundurliðaðar eftir skatttegundum.

Guðlaugur Þór Þórðarson einn flutningsmanna tillögunnar er sannfærður um að einfaldara skattkerfi myndi skila sér í minni undanskotum. En samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem birt var í síðustu viku eru 12 af hverjum 100 starfsmönnum í svartri vinnu en tap samfélagsins er talið nema um 14 milljörðum á ári.

Farið er fram á að eftirfarandi atriði verði metin:


    1.     Áhrif á helstu þjóðhagsstærðir.
    2.     Áhrif á tekjur og gjöld ríkissjóðs.
    3.     Áhrif á ráðstöfunartekjur mismunandi hópa og hvernig hægt sé að koma til móts við þá sem bæru þyngri skattbyrði eftir breytingarnar en fyrir.
    4.     Jaðaráhrif í samanburði við jaðaráhrif innan núverandi skattkerfis.
    5.     Ávinningur af einfaldara skattkerfi.
    Við mat á áhrifunum verði einnig gert ráð fyrir að komið yrði á einu virðisaukaskattsþrepi sem yrði hið sama og skatthlutfall á launatekjur, hagnað fyrirtækja og fjármagnstekjur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert