Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis samþykkti á fundi sínum í morgun að óska eftir úttekt Ríkisendurskoðunar á forsendum Vaðlaheiðarganga ehf. en þær gera ráð fyrir því að framkvæmdin borgi sig upp með veggjöldum.
Það sem flækir málið er að á sama tíma er fjárlaganefnd að afgreiða breytingatillögu við frumvarp til fjáraukalaga þar sem gert er ráð fyrir því að heimilað verði að fara af stað með framkvæmdina á tilteknum forsendum. Niðurstaða umhverfis- og samgöngunefndar um endurskoðun forsendna hlýtur því óhjákvæmilega á afgreiðslu fjárlaganefndar.
Vaðlaheiðargöng eru umdeild innan beggja ríkisstjórnarflokkanna en fram hefur komið að innan stjórnarflokkanna verði þær raddir æ sterkari sem krefjist þess að sýnt verði afdráttarlaust fram á að veggjöld muni standa undir öllum kostnaði við framkvæmdina.