Nú eru tæplega 700 fjölskyldur í Reykjanesbæ sem þiggja mataraðstoð Fjölskylduhjálpar Íslands en Ásgerður Jóna Flosadóttir formaður Fjölskylduhjálpar býst við að þær gætu orðið 1000 á næstunni.
Fjölskylduhjálp Íslands skráði allar heimsóknir þeirra sem fengu mataraðstoð á tímabilinu 1. júní 2010 til 31. maí 2011. En um 24 þúsund matargjöfum var úthlutað til ríflega 3500 einstaklinga og fjölskyldna þeirra á tímabilinu. Um 2500 börn eru á heimilum sem þiggja mataraðstoðina.
Söfnun Fjölskylduhjálpar fer fram á næstu vikum en nánari upplýsingar má finna hér.