Skálholt skyndifriðað

Skálholtskirja. Veggir Þorláksbúðar eru fyrir miðri mynd.
Skálholtskirja. Veggir Þorláksbúðar eru fyrir miðri mynd.

Hús­afriðunarnefnd er búin að sky­nd­ifriða Skálholtski­r­k­ju, Skálholtsskóla og nánasta um­hverfi. Ni­ku­lás Úlfar Másson, forstöðumaður nefndarinnar, seg­ir að þetta þýði að stöðva verði framkvæÂ­m­d­ir við end­u­rby­gg­ingu Þorláksbúðar.

Hann seg­ir í sa­mt­ali við mbl.is að ákvörðunin hafi verið tekið á fundi nefndarinnar í gær. Nú sé unnið að því að tilk­y­nna þetta hlutaðeig­andi aðilum. En Hús­afriðunarnefnd tilk­y­nnti mennta- og menning­ar­m­álaráðherra um þessa ákvörðun á fundi sínum nú í mor­g­un.

„Við erum að vinna í því núna að tilk­y­nna hlutaðeig­andi aðilum þessa ákvörðun nefndarinnar. Sem eru eigend­ur, sveitast­jórn og lögregl­ust­jóri,“ seg­ir Ni­ku­lás.

Hann seg­ir að sa­mkvæÂ­mt mati nefndarinnar þá séu ki­r­kjan og skólinn meðal vönduðustu by­gg­inga 20. aldar á Íslandi. „Við teljum það að þessar by­gg­ing­ar í Skálholti my­ndi eitt feg­u­rsta rými í nút­ím­a­by­gg­ing­arlist á land­inu, þ.e. manng­ert rými. Þegar skólinn er hannaður, þá er hann hannaður með mi­klu tilliti teknu til ki­r­k­junnar. Þarna er gíf­u­rlega fallegt sa­mtal á milli sem við teljum að by­gg­ing þessa húss [Þorláksbúðar] á þessum stað komi til með að rjúfa. Við teljum að það sé það mikið í húfi þarna að þetta beri að vera friðað,“ seg­ir Ni­ku­lás.

Aðspurður seg­ir hann að friðunin gildi í tvær vi­kur. „Inn­an tveggja vikna þá þarf ráðherra að taka end­anlega ákvörðun um það hv­ort þessi hús skuli vera friðuð eða ekki.“ 

Vilji ráðherra ekki friða hús­in áfram þá nái málið ekki leng­ra. Ni­ku­lás á hins vegar ekki von á því að ráðherra málið muni þró­ast á þann veg.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert