Útgjöld hækka um 2,6 milljarða

Frumvarp til fjáraukalaga verður rætt á þingfundi á morgun.
Frumvarp til fjáraukalaga verður rætt á þingfundi á morgun. mbl.is/Hjörtur

Útgjöld ríkissjóðs hækka um tæplega 2,6 milljarða og tekjur lækka um rúmlega 2 milljarða frá fjárlögum yfrstandandi árs skv. breytingartillögum meirihluta fjárlaganefndar við fjáraukalagafrumvarp ársins.

Fjárlaganefnd afgreiddi frumvarpið til fjáraukalaga til annarrar umræðu á Alþingi á fundi í dag skv. upplýsingum Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur, formanns fjárlaganefndar. 

Við afgreiðslu frumvarpsins samþykkti meirihluti nefndarinnar að veita fjármálaráðherra lánsheimild vegna Vaðlaheiðarganga upp á einn milljarð króna.

Kynnt nefndinni áður en til skuldbindingar verður stofnað

Í nefndarálitinu segir að forsendur Alþingis vegna ákvörðunar um að ráðist verði í gerð Vaðlaheiðarganga hafi verið að framkvæmdin standi undir sér að öllu leyti. „Sú forsenda er óbreytt. Meirihlutinn leggur áherslu á að áður en stofnað er til skuldbindinga ríkisins komi málið aftur til fjárlaganefndar og verði kynnt henni með fullnægjandi hætti.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert