Andlát: Matthías Á. Mathiesen

Matthías Á. Mathiesen.
Matthías Á. Mathiesen.

Matthías Á. Mathiesen, fyrrverandi ráðherra og alþingismaður, andaðist í gær á Hrafnistu í Hafnarfirði, áttræður að aldri.

Matthías fæddist í Hafnarfirði 6. ágúst 1931 og var sonur hjónanna Árna Matthíasar Mathiesen, lyfjafræðings og kaupmanns, og konu hans, Svövu E. Mathiesen húsmóður.

Matthías lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1951 og lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1957. Hann fékk réttindi héraðsdómslögmanns 1961 og hæstaréttarlögmanns 1967. Matthías var sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Hafnarfjarðar 1958-67, rak málflutningsskrifstofu 1967-74 og svo frá 1991.

Matthías gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum um ævina. Hann var kjörinn á Alþingi árið 1959 fyrir Sjálfstæðisflokkinn og var þingmaður Reyknesinga samfleytt til 1991. Hann var fjármálaráðherra 1974-78, viðskiptaráðherra 1983-85, utanríkisráðherra 1986-87 og samgönguráðherra 1987-88.

Eftirlifandi eiginkona Matthíasar er Sigrún Þ. Mathiesen. Þau eignuðust þrjú börn; Árna Matthías, Halldóru og Þorgils Óttar, sem öll lifa föður sinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert