Bjarni hittir Cameron

Bjarni og Cameron í Birmingham í fyrra.
Bjarni og Cameron í Birmingham í fyrra.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mun eiga fund með David Cameron, forsætisráðherra Bretlands og leiðtoga breska Íhaldsflokksins, í fyrramálið. Að sögn Sjálfstæðisflokksins er efni fundarins horfur í efnahagsmálum Evrópu og ástand alþjóðlegra fjármálamarkaða.

Bjarni sækir ráðstefnu leiðtoga íhaldsflokka í Lundúnum. Haft er eftir honum að nauðsynlegt sé að ræða efnahags- og fjármál Evrópu við forsætisráðherra Bretlands, ekki síst í ljósi óvissu mála hjá Evrópusambandinu.

Bjarni og Cameron áttu einnig fund í Birmingham í október á síðasta ári.
 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert