Forsetahjónin hjá grasrótinni

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson.
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson. Þórarinn Einarsson

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sagði í gær mikilvægt að eyða ótta við grasrótarstarf og því hefðu þau forsetahjónin þekkst boð grasrótarsamtaka og mætt til opins kynningarfundar sem var haldinn í Grasrótarmiðstöðinni í Brautarholti 4 í gærkvöldi en tilefni fundarins var að kynna starfið sem þar fer fram.

Í tilkynningu kemur fram að forsetinn hafi bent á að það hefði komið fram á fundi sem hann átti með fulltrúum grasrótarinnar fyrr í haust að sumir óttuðust það að taka þátt í grasrótarstarfi eins og því sem Grasrótarmiðstöðin fóstrar nú. Ólafur Ragnar sagði að honum hafi þess vegna þótt það mikilvægt að þau hjónin þekktust boð stjórnar Grasrótarmiðstöðvarinnar um að mæta á kynningarfundinn og taka þannig þátt í því að eyða þessum ótta. Þá sagði Ólafur Ragnar að, „grasrótarstarf er ekki aðeins mikilvægt í lýðræðislegu samfélagi heldur er grasrótarstarf lífsmarkið með lýðræðinu.“

Í tilkynningu kemur fram að samstarf er um rekstur miðstöðvarinnar á milli nokkurra minni stjórnmálahreyfinga og ýmisskonar grasrótarhópa en þeir kynntu hugsjónir sínar og helstu baráttumál. Auk þess tóku fulltrúar ýmissa annarra hópa til máls á fundinum og sögðu frá hugmyndafræðinni sem þeir starfa út frá.

Þar á meðal var fulltrúi Occupy Reykjavík, Hjalti Hrafn Hafþórsson, sem benti á að það yrði ekki komist nær grasrótinni en gista á Austurvelli. Hann benti á að sú alheimshreyfing sem hefur gist í tjöldum úti á torgum og strætum að undanförnu væri að búa til fræ sem nýtt samfélag muni vaxa af.

Þá segir einnig:

„Það er reyndar draumur þeirra sem standa að rekstri Grasrótarmiðstöðvarinnar að sá samstarfsvettvangur, sem er til orðinn með húsnæðinu að Brautarholti 4, verði til þess að efla allt grasrótarstarf. Sameiginlegur starfsvettvangur leiðir þá saman sem nú þegar eru virkir á vettvangi samfélagsmála. Hann ætti þó ekki síður að gera þeim, sem hafa áhuga á að taka þátt, auðveldara fyrir að nálgast fleiri sem eru að vinna að hugmyndum og lausnum á þeirri samfélagskreppu sem við blasir.“

Upptaka Þórðar Björns Sigurðsson frá fundinum er á youtube

Sigurður Jónas Eggertsson
Sigurður Jónas Eggertsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert