Fundin verði leið sem allir geti fellt sig við

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra. mbl.is/Ómar

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sagðist á Alþingi í morgun telja eðlilegt og sjálfsagt að allir möguleikar væru skoðaðir varðandi kaup kínverska fjárfestisins Huangs Nubo á Grímsstöðum á Fjöllum og reynt að finna einhverja leið í þeim efnum sem allir gætu fellt sig við. Hann lagði hins vegar um leið áherslu á að hann væri ekkert sérlega hrifinn af því frekar en margir aðrir ef fjársterkir aðilar keyptu upp stór landsvæði hér á landi.

Magnús Orri Schram, þingmaður Samfylkingarinnar, beindi þeirri fyrirspurn til Steingríms hvort hann myndi beita sér fyrir því að af umræddum kaupum gæti orðið en fjármálaráðherra sagðist ekki ætla að tjá sig um málið að öðru leyti en þessu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert