Harður skjálfti í Mýrdalsjökli

Mýrdalsjökull.
Mýrdalsjökull. mbl.is/RAX

Jarðskjálfti af stærðinni 3,1 stig varð rétt fyrir klukkan 3 í nótt, 7,6 kílómetra norðnorðaustur af Hábungu í Mýrdalsjökli. Annar skjálfti upp á 2,9 stig var á svipuðum slóðum í fyrradag en sá var 3,2 kílmetrum norðvestan af Hábungu. 

Þó nokkur skjálftavirkni hefur verið í Mýrdalsjökli undanfarið en samkvæmt upplýsingum af vef Veðurstofu Íslands mældist 91 skjálfti undir jöklinum í síðustu vikum, þar af um 70 undir Kötlöskjunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert