Leitað á Sólheimajökli

Sólheimajökull.
Sólheimajökull. mbl.is/RAX

Leitin að sænska ferðamanninum, sem hefur verið týndur frá því í gærkvöldi, fer nú fram á Sólheimajökli. Þurft hefur að fækka í 250 manna leitarhópnum þar sem jökullinn er sprunginn, myrkur hefur lagst yfir og veður er ennþá með versta móti til leitar. Aðeins þrautþjálfaðir fjallaleitarmenn munu halda leitinni áfram.

Vonast er til þess að veðrið lægi með kvöldinu og hægt verði að leita úr lofti.

Í fyrstu var talið að maðurinn hefði farið ferða sinna gangandi en seinnipart dags kom í ljós að hann hafði leigt bílaleigubíl og í kjölfarið fannst bifreiðin við sporð Sólheimajökuls. Leitað hafði verið í dag á Fimmvörðuhálsi og Eyjafjallajökli.

Maðurinn skildi ekki eftir ferðaáætlun en það má t.d. gera á upplýsingasíðu Slysavarnafélagsins Landsbjargar, safetravel.is.

Sólheimajökull
Sólheimajökull Brynjar Gauti
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert