Leitað áfram í nótt

Frá leitinni í kvöld.
Frá leitinni í kvöld. mynd/Kristinn Ólafsson

Um fimm­tíu óþreytt­ir leit­ar­menn eru í þann mund að hefja leit á og við Sól­heima­jök­ul en þeir sem leitað hafa stöðugt frá því morg­un fá nú verðskuldaða hvíld. Eitt­hvað hef­ur rofað til á svæðinu og er þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar á leið í loftið.

Björg­un­ar­sveita­fólk frá öll­um lands­hlut­um hef­ur drifið að svæðinu í all­an dag og taka hátt í 400 manns þátt í aðgerðunum. Leitað er að hálfþrítug­um sænsk­um ferðamanni sem hef­ur verið týnd­ur frá því í gær­kvöldi en bif­reið manns­ins fannst seinnipart dags við ræt­ur jök­uls­ins.

Rauði kross­inn hef­ur séð um að út­vega leitar­fólki og öðrum aðstand­end­um aðgerðanna mat og gist­ingu og heima­menn hafa ekki látið sitt eft­ir liggja í að rétta fram hjálp­ar­hönd, að sögn lög­regl­unn­ar á Hvols­velli.

Aðstæður hafa verið erfiða og veðrið hef­ur verið slæmt. En menn eygja nú von um að eitt­hvað sé að rofa til og ger­ir Lands­björg ráð fyr­ir að leitað verði áfram fram eft­ir nóttu.

„Þar er gríðarlega sprung­inn skriðjök­ull, mikið af svelgj­um og sprung­um. Leit­ar­menn þurfa að vera á mann­brodd­um og með ísax­ir. Menn þurfa að fara mjög var­lega því þetta er hættu­legt,“ sagði Krist­inn. Hann sagði að svona jök­ull yrði seint leitaður til fulls. Til þess þyrfti að síga í hverja sprungu og svelg sem tæki lang­an tíma.
 
Rauði  kross Íslands hef­ur séð um að björg­un­ar­fólk fái að borða og út­vegað gist­ingu fyr­ir þá sem þurfa á hvíld að halda. Eig­end­ur hót­ela og gisti­heim­ila í ná­grenn­inu hafa opnað dyr sín­ar í þess­um til­gangi.

Sólheimajökull
Sól­heima­jök­ull Brynj­ar Gauti
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert