Olís, ÓB og Skeljungur hækkuðu öll lítraverðið á dísilolíu um þrjár krónur í dag, fór það úr 238,90 krónum í 241,90 krónur hjá Olís og Skeljungi og úr 238,60 krónum í 241,60 krónur hjá ÓB.
Það var N1 sem reið á vaðið og hækkaði verðið á þriðjudag en hjá Atlantsolíu kostar lítrinn 238,60 krónur og hjá Orkunni 238,50 krónur.
Er lítrinn af dísilolíu nú orðinn allt að ellefu krónum dýrari en bensínlítrinn.