Stjórn Samtaka atvinnulífsins (SA) samþykkti á fundi sínum í dag ályktun þess efnis að áfram yrði haldið með aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Ályktunin var samþykkt með tíu atkvæðum gegn sex, en tveir stjórnarmenn sátu hjá. Ályktunin hljóðar svo:
„Samtök atvinnulífsins leggjast gegn því að aðildarumsókn að Evrópusambandinu verði dregin til baka og aðildarviðræðum slitið. Samtökin telja að leiða eigi viðræðurnar til lykta. Samningurinn yrði síðan lagður fyrir þjóðina til samþykktar eða synjunar í þjóðaratkvæðagreiðslu."
Heimasíða Samtaka atvinnulífsins