Samþykkt að gerð verði skýrsla um einfaldara skattkerfi

Alþingi Alþingishúsið
Alþingi Alþingishúsið mbl.is/Hjörtur

Samþykkt var á Alþingi með 33 atkvæðum að beina því til fjármálaráðherra að gerð yrði skýrsla þar sem kannaðar væru afleiðingar einföldunar skattkerfisins. Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokksins lögðu málið fram og er hugmyndin að athuguð verði áhrif þess að tekjuskattshlutfall launa verði hið sama og skatthlutfall á hagnað fyrirtækja og fjármagnstekjuskatts. Niðurstöðurnar yrðu sundurliðaðar eftir skatttegundum.

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra gerði grein fyrir atkvæði sínu í ræðustól og lagði áherslu á það að um væri að ræða ósk um að fjármálaráðuneytið legði mikla vinnu í það að gera úttekt á pólitískri stefnu Sjálfstæðisflokksins í skattamálum.

Skýrslubeiðnin

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert