Telja hótel handan við hornið

Ráðstefnu og tónlistarhúsið Harpa við Reykjavíkurhöfn
Ráðstefnu og tónlistarhúsið Harpa við Reykjavíkurhöfn mbl.is/Júlíus

Viðræður við sviss­neska fjár­fest­inga­fé­lagið World Leisure In­vest­ment um að byggja lúx­us­hót­el við hlið Hörpu ganga vel og er stefnt að því að skrifa und­ir samn­ing fyr­ir ára­mót, að sögn Pét­urs J. Ei­ríks­son­ar, starf­andi stjórn­ar­for­manns Situs­ar, en það fé­lag fer m.a. með lóðarétt­indi í ná­grenni Hörpu.

„Það er góður gang­ur í viðræðunum,“ seg­ir Pét­ur en næsti fund­ur með sviss­neska fé­lag­inu, sem á sér þýskt móður­fé­lag, er í dag.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Morg­un­blaðsins er nú stefnt að því að reisa fimm stjörnu hót­el með rúm­lega 260 her­bergj­um sem yrði rekið und­ir merkj­um Marriott-hót­elkeðjunn­ar.

Lóðin var boðin út fyrr á þessu ári og átti World Leisure In­vest­ment hag­stæðasta til­boðið í lóðina, 1,8 millj­arða króna. Meðbjóðandi var ís­lenska verk­fræðistof­an Efla.

Verði ritað und­ir samn­inga um ára­mót er talið að hvers kyns papp­írs­vinna, vinna við teikn­ing­ar og fleira taki um hálft ár. Hægt yrði að byrja á fram­kvæmd­um á næsta ári en miðað er við að hót­elið verði opnað vorið 2015. „Það er best að opna hót­el að vori,“ seg­ir Pét­ur.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert