Tíu milljóna króna trjáskipti

00:00
00:00

Trjá­skipt­in sem eiga sér nú stað í kring­um Ráðhús Reykja­vík­ur kosta borg­ina yfir tíu millj­ón­ir króna. Borg­ar­ráð samþykkti í fe­brú­ar að skipta út ösp­um við Tjarn­ar­götu og Von­ar­stræti og víðar í miðbæn­um og planta í staðinn gráreyni, garðahlyn og skrautreyni. „Það voru sett­ar á þessu ári tíu millj­ón­ir í götu­tré. Það fór svo­lít­ill tími í und­ir­bún­ing og meiri pen­ing­ar í það held­ur en við áætluðum. Ég á nú von á að þetta fari eitt­hvað framúr þess­um tíu millj­ón­um, en það er nátt­úru­lega und­ir­bún­ing­ur sem nýt­ist okk­ur í fram­hald­inu. Í okk­ar huga var þetta ekki bara spurn­ing um að skipta um trén held­ur einnig að bæta ástandið fyr­ir trén og gera þetta al­menni­lega," seg­ir Þórólf­ur Jóns­son garðyrkju­stjóri Reykja­vík­ur­borg­ar.

Asp­irn­ar voru orðnar fimmtán til tutt­ugu ára gaml­ar og komn­ar með stórt rót­ar­kerfi sem ógnaði hellu­lögn­um.

Sam­kvæmt Þórólfi var líka samþykkt að skipta út trjá­gróðri við Sól­eyj­ar­götu og Lauga­veg en ekki er ætl­un­in að fara í þær fram­kvæmd­ir núna. „Við erum ekki að fara í það núna, en við höld­um áfram eft­ir því sem fjár­veit­ing­ar leyfa. Á Lauga­veg­in­um og víðar skap­ast hættu­ástand fyr­ir gang­andi veg­far­end­ur þar sem öspin hef­ur verið notuð. Við gerðum út­tekt á öll­um trjám og hún sýn­ir að trén eru víða illa far­in og líður illa, þannig að við mun­um halda áfram að skoða hvað við ger­um, en við ger­um þetta auðvitað í áföng­um," seg­ir Þórólf­ur.

Trjá­skipt­un­um við Von­ar­stræti og Tjarn­ar­götu á að vera lokið 25. þessa mánaðar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert