Twitter gert að afhenda upplýsingar

Birgitta Jónsdóttir.
Birgitta Jónsdóttir. mbl.is/Ómar

Bandarískur áfrýjunardómstóll í Virginíu úrskurðaði í kvöld, að samskiptavefurinn Twitter þurfi að afhenda rannsóknarkviðdómi upplýsingar um gögn Birgittu Jónsdóttur, alþingismanns, og tveggja annarra einstaklinga.

Dómurinn staðfesti með þessu úrskurð alríkisdómara í byrjun ársins. Gagnanna um Twitter-samskipti þremenninganna hefur verið krafist vegna rannsóknar bandarískra stjórnvalda á skjalaleka til WikiLeaks. Birgitta og Rop Gongrjip komu að því þegar myndskeið af árás bandarískrar herþyrlu á blaðamenn og óbreytta borgara í Bagdad var sýnt á síðasta ári. Jacob Appelbaum hefur verið fulltrúi WikiLeaks í Bandaríkjunum.

Birgitta segir á Facebook-vef sínum, að önnur lota í málinu hafi tapast en hún telji sig samt vera sigurvegara vegna þess að henni hafi tekist að vekja athygli fjölda fólks um allan heim á nauðsyn þess að berjast fyrir réttindum notenda netsins til að vernda persónuupplýsingar sínar.

Fram kemur á vef Wired, að bandaríska dómsmálaráðuneytið eigi samkvæmt úrskurðinum í dag að fá aðgang að upplýsingum hvenær þau þrjú sendu hverju öðru skilaboð og úr hvaða tölvum. Úrskurðurinn nær hins vegar hvorki til innihalds skilaboðann né hvaða aðrir Twitter-notendur fylgdust með þeim.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert