Útflutningsgrunnurinn styrkist

Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, á fundinum í Þjóðmenningarhúsinu.
Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, á fundinum í Þjóðmenningarhúsinu. mbl.is/Sigurgeir

Auka þarf hlut almennra fyrirtækja í útflutningi á Íslandi og skapa þannig fjölbreyttari útflutningsgrunn fyrir framtíðina. Þetta er grunnurinn að nýju hagvaxtarmódeli í nýrri efnahagsáætlun sem Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, kynnti á blaðamannafundi nú fyrir stundu.

Byggir módelið á framboðsdrifnum sjálfbærum hagvexti. Hagvöxtur á Íslandi hafi of lengi verið drifinn af einstökum stórum og tímabundnum verkefnum sem leitt hafi til ofþenslu og óstöðugleika.

Markmiðið nú sé að auka fjárfestingu og nýta þau tækifæri sem núverandi aðstæður hafa skapað fyrir fjölbreyttari atvinnulíf, nýsköpun og aukna framleiðni.

Sagði Árni Páll það vera áhyggjuefni hve útflutningur hafi aukist lítið þegar við höfum haft svo lágt raungengi og raunin hefur verið undanfarin ár. Gera þurfi fleiri fyrirtækjum en þeim í sjávarútvegi og í orkufrekum iðnaði kleift að sækja á útflutningsmarkaðs.

Áætlunina má lesa hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert