Lögleg tölvuárás bandarískra yfirvalda

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar.
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar. mbl.is/Ómar

Birgitta Jóns­dótt­ir, þingmaður Hreyf­ing­ar­inn­ar, skrif­ar grein sem birt­ist á vef breska blaðsins Guar­di­an í gær und­ir yf­ir­skrift­inni „Hvernig banda­ríska dóms­málaráðuneyt­inu tókst að brjót­ast inn á Twitter-reikn­ing­inn minn með lög­leg­um hætti.“

Í grein­inni fjall­ar Birgitta um það þegar banda­rísk stjórn­völd óskuðu eft­ir því að upp­lýs­ing­ar um sam­skipti henn­ar á vefn­um Twitter í tengsl­um við rann­sókn yf­ir­valda á Wiki­leaks.

Hún ræðir um hvernig stjórn­völd geti nálg­ast per­sónu­upp­lýs­ing­ar sem fólk set­ur á sam­skipt­asíður eins og Twitter og Face­book. Þetta sé eitt­hvað sem al­menn­ing­ur geri sér ekki grein fyr­ir. Birgitta seg­ir að það verði að binda enda á þetta. Skýra þurfi regl­ur og verja rétt­indi al­mennra borg­ara hvað varðar þessi mál.

Í lok grein­ar­inn­ar seg­ir hún að sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá banda­ríska dóms­málaráðuneyt­inu þá sé hún ekki hluti af glæp­a­rann­sókn banda­rískra yf­ir­valda. Hún bend­ir hins veg­ar á að þrátt fyr­ir það hafi banda­rísk­um emb­ætt­is­mönn­um tek­ist að krefja Twitter að af­henda yf­ir­völd­um per­sónu­leg sam­skipti og IP-töl­ur án sinn­ar vit­und­ar.

„Það hef­ur aldrei verið jafn auðvelt fyr­ir Stóra Bróður að hnýs­ast í viðkvæm­um upp­lýs­ing­um án vit­und­ar okk­ar,“ skrif­ar Birgitta.

Grein­ina má lesa hér.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka